10 ráð til að hætta að drepa fólk

jpv110282Hallgrímur Helgason er ofarlega á listanum yfir íslenska nútímahöfunda sem ég er hrifin af. Bækur hans eru ekki fullkomnar að byggingu og oftast aðeins of langar, en í þeim er góður húmor, nýsköpun og leikur í tungumálinu og beitt samfélagsrýni sem heilla mig. 101 Reykjavík, Þetta er allt að koma og Rokland eru alveg frábærar og Hella, fyrsta skáldsaga Hallgríms, er algjör snilld. Ég var rosa spennt að lesa nýju bókina, 10 ráð til að  hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp. Hún er um króatískan leigumorðingja frá NY sem lendir hér á Íslandi fyrir tilviljun, dregst inn í sértrúarsöfnuð (Gunnar í Krossinum), kynnist gettói innfluttra verkamanna og verður ástfanginn af „smjörljósku“ um leið og hann gerir upp við blóðuga fortíð sína. Þetta er rakið dæmi hélt ég, að lýsa Íslendingum með augum gestsins, gera stólpagrín að þjóðinni, láta okkur horfast í augu við nesjamennskuna í okkur. En Hallgrímur er aldeilis ekki á því.  Bókin er fyndin og skemmtileg en hún er ekki nógu beitt, ég vil meiri brodd! En hér er einn stubbur:

„Hún hlýtur að vera að grínast. Dómkirkjan er á stærð við hundakofa guðs. Þinghúsið álíka stórt og sveitabýli afa míns í Gorski Kotar. Ég er staddur í Putalandi. Ég reyni að gleyma mér í miðborginni en hún er ekki stærri en 3 x 3 húsalengjur. Það er auðveldara að týna henni en týna sér í henni. (…) Hvað er eiginlega málið með þessa Íslendinga? Enginn her. Engar byssur. Ekkert af engu. Bara gargandi fagrar konur á lúxus-kerrum, rúntandi um kuldaborgina í sínum legvolgu vögnum, í þeirri von að rekast á atvinnumorðingja með prestakraga“ (54-55).

3 athugasemdir

  1. Já, HH er einn af þessum fáum sem maður bíður eftir bókunum frá. Las fyrsta kaflann í Lesbókinni um daginn og leist ágætlega á, virkaði samt dálítið eins og kvikmyndahandrit þýtt úr ensku („Leyfið mér að kynna mig…“).
    Verð líka að hrósa þér fyrir þessa síðu, mjög smart og kúl 🙂 Og innihaldið gott…

  2. Takk takk, lúkkið er allt hannað fyrir mann í WP og ég er búin að prófa nokkur templates. En það er galli að maður þarf að kunna sitthvað í forritun til að breyta td letri eða setja upp einhverja fídusa.
    Já, ég er alveg sammála þér með Hallgrím, hefn hann grunaðan um að hafa skrifað hana á ensku samhliða til að auka hagvöxt sinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s