Bókaþjófurinn

Í Bókaþjófnum (eftir Markus Zusak) er dauðinn sjálfur sögumaður, hann hefur yfrið nóg að gera við að safna saman sálum framliðinna í heimstyrjöldinni síðari og koma þeim á vísan stað. Lísella er stelpuskott sem býr hjá fósturforeldrum sínum í Himmelstræti í München. Hún er bókaþjófurinn og fjölskyldan felur Gyðing í kjallaranum sínum. Bókin fjallar um um lífið í Þýskalandi nasismans, stríð og grimmd og líka um ást og vináttu. Óborganlegar persónur og skemmtilegur frásagnarháttur. Ísak Harðarson þýddi og gerir það bara ágætlega, en hvernig datt honum í hug að segja „Það er alltaf slæmt þegar fólk grípur mig rauðhentan…“ (548)?

696 bls...

596 bls...

4 athugasemdir

  1. Ja hérna, sá skriplaði þarna. Jafnast næstum því á við glæpamann í tjaldi. Mikið ertu annars öflug í lestrinum, þú mætir sterk til leiks í jólaringó…

  2. Þú ert rosalega dugleg að lesa. Ef ég þekkti þig ekki betur héldi ég að heimilið væri á hvolfi, enginn matur og þú bara sitjandi í draslinu með bækur allt um kring.
    Annars er ég bara að bíða eftir þér, þú hlýtur að vera rétt ókomin… jú nú hringir dyrabjallan!

Skildu eftir svar við Steinunn Hætta við svar