Skaparinn

Japönsk fjöldaframleiðsla

Japönsk fjöldaframleiðsla

Ég lauk við Skaparann í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af verkum Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Albúm fannst mér frábær bók og einnig Fyrirlestur um hamingjuna. Í þeim er einhver þægileg hippastemning sem ég fíla vel, liðinn / glataður tími, venjulegt fólk sem hefur sína sérviskur og fortíðarþrá. Í Skaparanum segir frá Sveini sem smíðar kynlífsdúkkur og Lóu, einstæðri móður á barmi taugaáfalls, eldri dóttir hennar þjáist að anorexíu og sjálf er Lóa á góðri leið með að missa stjórn á drykkjunni. Sjónarhorninu er skipt á milli þeirra Sveins og Lóu og sömu atburðum lýst út frá upplifun hvors þeirra. Um leið er tekist á um heimspekilegar og siðferðilegar spurningar, um líkama og sál, sköp-un og sílikon, kynlífsiðnað, firringu og einmanaleika. Hér er hvorki klám eða predikanir, bara einmana manneskjur sem þurfa á ást og umhyggju að halda og kynnast af tilviljun. En margs konar misskilningur,  komplexar og flækjur koma upp enda er lífið flókið og fullt af veseni. Þó leynist von í allri þjáningunni og ruglinu. Flott bók og vel skrifuð. Mér og minni fjölskyldu kom verulega á óvart að sjá vísu eftir pabba í bókinni, orta um Kópavogsskáldið góða  Hjört Pálsson fyrir margt löngu:

Hann sem aldrei átti föt / né krónu fyrir kaffi / er nú kominn út á göt- / u á Béemmvaffi.

Ein athugasemd

  1. Já þetta er mögnuð bók, vel skrifuð! Tekst ótrúlega vel að skrifa um sama atburðinn út frá sjónarhorni tveggja aðila án þess að það sé leiðigjarnt. Samtöl eðlileg og einmanaleikinn og firringin eins og undiralda allan tíman. Hvar endar raunveruleikinn ? Mæli með ritdómunum sem þú sendir mér, – þeir voru góðir svo og viðtalið við Guðrúnu Mínervu….skyldi ekki vera leiðinlegt að heita „mín Evra“ í þessum gengissveiflum ???

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s