Hundauppeldi

Í dag kom Albert, hundaþjálfari Íslands, og sagði Arwen til syndanna. Fyrst var hún laus í bílnum og þegar hún vældi sprautaði hann vatni framan í hana. Eftir ca. 10 gusur hætti hún að væla. Svo setti hann hana í búr og breiddi teppi yfir búrið svo hún sæi ekki út (áreitin úr umhverfinu spenna hana upp). Þegar hún fór að væla barði hann bylmingshögg í búrið og sagði bannorð. Eftir 2-3 högg hætti hún að kvarta og heyrðist ekki í henni meir! Svo fór hann með hana í stuttan göngutúr og vandi hana af því að troðast fram fyrir og draga mann hálfhlaupandi á eftir sér. Þetta tók hann ca. hálftíma. Þetta er algjör snllingur, sér algjörlega inn í huga hundsins og gjörþekkir eðli hans. Nú þurfum við bara að halda þessu við, með aga og ákveðni og hrósi þegar við á. Þegar hún er búin að læra þetta almennilega ætlum við að æfa hana í að vera kyrra uppi þegar gestir koma, ekki gelta og ryðjast niður stigann að dyrunum, heldur bíða þar til gestunum þóknast að heilsa henni. Það er nefnilega gaman að vera hundur þegar hann veit til hvers er ætlast og að hann þarf ekki að hafa umsjón með öllu og stjórna heimilislífinu.

8 athugasemdir

  1. Við fórum upp að Vífilsstaðavatni í kvöld, höfðum hundinn í búrinu á leiðinni og breitt yfir – ekki heyrðist múkk. Við gengum með hana í taumi, við hæl, og hún hlýddi hverri skipun. Ekki bara falleg tík heldur svona líka hlýðin og bráðgáfuð!

  2. Er Borgarfjörðurinn ekki upplagður sælureitur fyrir hana og Kát?
    Annars hefur Albert örugglega komið í garðinn til mín (hann er kunningi Jonna) og meðan hann var að velta Káti fyrir sér brann rabarbarasultan svo hressilega við hjá mér að við vissum ekki fyrr en reykskynjarinn fór að arga í miðju hundauppeldi! Enda hefur ekkert uppeldi verið á honum síðan!

  3. Það er í eðli hunda að hlaupa á móti nýju fólki þegar það nálgast! Það er allt í gúddí og bara skemmtilegt…..

  4. Þetta er allt á réttri leið heyri ég. Hundar sem flaðra upp um mann eru frekar til leiðinda, Arwen er öguð og falleg.

  5. Ætli megi nota þessa aðferð á rellna og óþæga krakka í bíl? Sprauta bara sotlu vatni yfir þá þegar maður er orðinn þreyttur á að heyra „hvenær komum við“ í þrjúhundruðasta sinn?

  6. Með eðli hunda að hlaupa á móti fólki og fagna því, það eru ekki allir sem fagna því. Margir eru hræddir við hunda eða ekki sérlega vel við þá, sérstaklega svona stóra og kraftmikla hunda eins og Arwen, og kæra sig ekki um að láta þá flaðra upp um sig. En vanir menn fá auðvitað hundinn stökkvandi á móti sér og njóta fagnaðarfundanna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s