Skáldkona

Ég var að lesa Dægurvísu (1965) og Í sama klefa (1981) eftir Jakobínu Sigurðardóttur, greip Snöruna (1968) í leiðinni. Dægurvísa var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á sínum tíma. Hún eldist ekki sérlega vel, er doldið unglingaleg í byggingu en vel stíluð, persónurnar eru einfaldar og söguþráðurinn frekar óspennandi. Hugmyndin gengur út á að fylgjast með íbúum húss í einn sólarhring, hvunndegi þeirra og örlögum, ástum, sorg og vonbrigðum. Jakobína gerði margvíslega tilraunir með sögumann og sjónarhorn, í Snörunni (sem er mjög sósíalísk bók) er verið að ávarpa annan mann og í Í sama klefa segir alþýðukona annarri konu frá lífshlaupi sínu, frásögn hennar er slitrótt og tilþrifalítil en þegar hún raðast saman finnur maður til samúðar og samstöðu með lítilmagnanum.  Verk Jakobínu eru ýmist flokkuð sem módernismi eða undir félagslegt raunsæi. Jakobína fæddist á Hornströndum frostaveturinn mikla. Hún bjó rausnarbúi í Mývatnssveit til dauðadags 1994 og hóf að skrifa skáldsögur eftir að hafa komið upp fjórum börnum. Það var (er?) hlutskipti margra skáldkvenna. Það er engin mynd til af henni á netinu og hún er ekki á bókmenntavefnum undir joð.

Ein athugasemd

  1. Undarlega lítið til af myndum af þessum „eldri“ skáldkonum. Ef þær höfðu ekki femme fatale lúkkið, reykjandi sígarettu berar um axlir þá festust þær ekki á filmu…

Færðu inn athugasemd við Steinunn Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s