„Pabbi“ reiður

Fallegur dagur á Vatnsleysuströnd

Fallegur dagur á Vatnsleysuströnd

Fallegur sunnudagur er brátt á enda, þorskflak í ofni og hrísgrjón krauma í skálduðum potti, hundslappadrífa liðast niður og Sommer er i fjernsynet i aften.

Við fengum okkur göngutúr á ströndinni í blíðunni í dag, Arwen til mikillar gleði en hún fékk að hlaupa og leika sér, laus og liðug. Hún er byrjuð með stæla þegar hún á að fara inn í bíl eftir útivistina, á fimmtudaginn vorum við á Nesjavallaleið og þá stakk hún hreinlega af, brokkaði bara framhjá og þóttist ekkert vilja með okkur hafa. Þá var nú „pabbi“ reiður. En nú settum við ólina á hana í tæka tíð svo hún komst ekki upp með neitt múður en hún reyndi það samt. Þótt hún sé falleg og blíð og mörgum kostum búin, hefur hún allmarga ósiði sem þarf að venja hana af.  Til dæmis: að gelta og ryðjast niður stigann þegar dyrabjöllunni er hringt, að gelta að því sem hún sér út um gluggann, væla og sífra um athygli, að ýlfra í bílnum þangað til barið er bylmingshögg í búrið, að hlýða skipunum ekki alveg strax, að reyna að stjórna og toga í ólina í gönguferðum og gelta í tryllingi á  hunda og ketti sem verða á vegi hennar. Það er ærinn starfi framundan.

 

2 athugasemdir

  1. Þetta kannast ég við allt saman, nema þetta með að vilja ekki fara upp í bílinn, hálfvitinn minn lætur eins og það sé hans æðsta ósk að fá að kúldrast í skottinu, hleypur að bílnum (eftir gönguferð) og bíður spenntur eftir að opnað sé fyrir honum, verður stórlega móðgaður ef hann fær ekki far. Það má sennilega rekja til heimsku, hann er ekki enn búinn að fatta að það að fara í bílinn eftir gönguferð þýðir að gönguferðin er búin. Kannski að honum leiðist að leika sér frjáls úti? Ég held að fyrirmyndarhundurinn sé ekki til, eða þá að fréttir af tilveru hans séu stórlega ýktar….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s