Menn sem hata konur

Rosalega spennandi

Rosalega spennandi

Ég er að lesa Menn sem hata konur (á ensku The girl with the dragon tattoo) eftir Stieg Larsson. Æsispennandi, fjölskyldudrama, morð í fjarlægri fortíð, fjármálasvindl og forboðnar ástir. Um hana gildir gamla lumman: ekki hægt að leggja hana frá sér fyrr en að lestri loknum. Von er á framhaldi, tveimur öðrum bókum eftir Larsson en hann lést sviplega áður en þrílógía hans um bráðmyndarlega blaðamanninn Mikael Karl Blómkvist og tölvunördinn og gotharann Lisbeth Salander kom út en saman leysa þau flóknustu mál. Ég bíð spennt.

2 athugasemdir

  1. uss já, ég var ekki heimili sinnandi meðan ég las þessa – og var ekki í rónni fyrr en ég var búin með hinar tvær. Og las þetta allt á dönsku, hvis man kan nu bare tro det…ég gat ekki beðið eftir íslensku þýðingunni. Fjórða bókin eftir hann er víst enn í tölvunni hans en harðvítug erfðamál eru í gangi og óvíst hvort hún komi nokkurn tímann út.

  2. já þessi bók er mjög spennandi og ljóst að margir hafa „beinagrindur í skápnum“. Mæli með henni. Það var byrjað að sýna bíómyndina í Köben þegar ég var þar um daginn, væri gaman að sjá hana!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s