
Óbeislaður kraftur
Við brugðum okkur í bústað múttu og padre í Grímsnesinu um páskahelgina. Renndum upp að Geysi sem kraumaði í rólegheitum og sáum Strokk gjósa ásamt hundruðum túrista hvaðanæva úr heiminum. Ágangur er mikill á svæðinu sem er illa merkt og lítt umhirt en peningaplokk er verulegt í þjónustumiðstöðinni. Það var skítakuldi úti en hlýtt og notalegt að liggja undir teppi og lesa góða bók. Massaði Eldvegg eftir Henning Mankell, um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander og félaga hans. Wallander finnst hann vera orðinn gamall og þreyttur, kann ekkert á tölvur og er að bugast á firringu, grimmd og heimsku mannanna. En rökhyggja hans og næmt innsæi klikkar ekki.
Gott áttu að komast í bústað. Var að kíkja á fermingarmyndirnar af Ingu á Brynjars-vef og mikið svakalega eru þær flottar – og Arwen svona glansandi fín að af henni skín – er þetta nokkuð fótósjoppað?
Ætli það séu kannski menn eins og Wallander og Erlendur sem vinna hjá efnahagsbrotadeildinni? Þar virðast menn a.m.k. ekki skilja nútíman heldur.