Stóra Kóngsfell og Drottning

Hressandi fjallganga

Hressandi fjallganga

Í gær var farin svaðilför: gengið á þau konungshjónin í Bláfjallalandi, Drottningu og Stóra Kóngsfell (602 mys). Við Hella, Sossa og Odda slógumst í hóp 30 (annarra) göngugarpa. Ferðin hófst rúmlega sex um kvöldið og við vorum komnar til baka á bílastæðið um hálf níu, alls rúmlega 4,5 km. Það var frekar hvasst og kalt, fjöllin eru laus í sér svo maður var mikið að spóla í grjóti og mold. Útsýnið af fjallstindunum var stórkostlegt. Ég hef ekki áður farið í svona hópgöngu, þá gengur maður hraðar en ella. En hins vegar þá horfði ég ekki eins mikið í kringum mig og ég hefði annars gert, var mest að feta í fótspor þess sem var fyrir framan mig hverju sinni. En það hleypir kappi í kinn að vera í hóp, ekki vill maður verða síðastur á toppinn.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s