
The Office
Á þessum tíma árs er mjög mikið að gera í vinnunni hjá mér. Við höfum lagt nótt við dag til að ljúka við stúdentsskírteinin en brautskráning frá MK er á föstudaginn og á sama tíma erum við að huga að innritun fyrir næstu önn. Í stórum skóla er alltaf nóg að gera og innritun og brautskráning taka drjúgan tíma. Ég á því láni að fagna að finnast gaman í vinnunni. Ég vinn með frábæru fólki, hver dagur er ólíkur öðrum og aldrei að vita hvernig vinnudagurinn verður, ég fæ margvísleg og krefjandi verkefni og mér finnst gaman að umgangast unglingana þótt margir skilji ekki orðið „bókakostur“ eða „hverfull“. Ætli ég verði ekki í MK þangað til ég verð 67? En líf fólks getur skyndilega gjörbreyst. Mamma greindist með krabbamein í síðustu viku og fór í fyrstu lyfjagjöfina í gær.
Skilaðu kveðju til mömmu þinnar frá okkur. Vonandi gengur allt vel, við hugsum til hennar og ykkar.
Hvað ertu að segja? Þetta eru slæmar fréttir. En ég er viss um að móðir þín, þessi kjarnakona, stendur þetta af sér. Mínar bestu kveðjur til hennar og ykkar.