Star Trek

Spock og Kirk

Spock og Kirk

Bíómyndin StarTrek sem nú er sýnd í bíóhúsum er ansi skrautleg. Ég fylgdist með þáttunum í sjónvarpinu forðum daga og furðaði mig á þessum geimi þar sem alls konar verur skutu upp kolli með margvíslegt og sérkennilegt útlit. Svo var barist um völd og yfirráð í geimnum, stjörnuskip svifu um og alls konar plánetur voru byggðar misjafnlega siðmenntuðum þjóðum. Í bíómyndinni er róið á sömu mið, Rómúlar hyggja á geimsyfirráð og hefndir og sprengja plánetuna Vúlkan í loft upp. Þeir ætla næst að snúa sér að Jörðinni. Kirk er sonur heimsfrægs geimfara  en er óstýrilátur og kærulaus og á einu djamminu er hann manaður í Stjörnuflotann. Þar bíður hans erfitt verkefni, að forða Jörðinni frá tortímingu og bjarga mannkyninu. Hann er fljótur að vinna sig upp í stöðu geimskipstjóra í harðri samkeppni við Spock, sem er hálfur Vúlkani og hálfur maður, heiðarlegur og rökfastur. Ef horft er fram hjá amerískri þjóðrembu og nokkrum illa hugsuðum senum (aðallega þessum í snjónum) er myndin hörkuspennandi þótt hún sé auðvitað bölvað rugl. Eftirminnilegar aukapersónurnar eru rússneski liðsforinginn Pavel Chekov, undrabarn í vísindum með hrikalegan hreim, og Spock á gamals aldri sem var með alltof stóran falskan tanngarð.

3 athugasemdir

  1. Mjög góð mynd en sammála með Star Wars atriðið í snjónum.

    Þetta var líklega eins góð Star Trek mynd hægt er að gera án þess að hafa sjálfan Picard í aðalhlutverki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s