Hundur og stórmerki

Ég kláraði bókina um helgina

Ég kláraði bókina um helgina

Við fórum í smáútilegu á húsbílnum um helgina. Aðallega til að kanna hvernig Arwen tæki því að hossast í bílnum. Við fórum á bara stutt, gistum á Króksmýri í Reykjanesfólkvangi, það er hugguleg grasflöt með litlum bunulæk og salernisaðstöðu. Við Arwen vorum afturí á leiðinni, hún átti að liggja eða sitja í bælinu sínu og ég var við hlið hennar, klappaði henni og hughreysti hana eftir föngum. Hún var óörugg og vældi smá en lét sig hafa það til að byrja með, stutt í einu. En þegar leið á ferðalagið var hún alveg hætt að þola þetta, var sífellt að standa upp og vesenast. Samt var þetta ekki nema tæpur klukkutími, að vísu á holóttum vegi. Í útilegunni var hún hin glaðasta og lék allar hundakúnstir. Við vorum ekki bjartsýn á heimferðina. Ég fékk þá snilldarhugmynd að prófa að hafa hana frammí, við hliðina á mér en þar eru sæti fyrir þrjá. Er skemmst frá því að segja að hún kúrði hálf ofan á mér alla leiðina, ég hélt utan um hana með báðum höndum og hún æmti hvorki né skræmti. Hún breyttist í stóran og níðþungan kjölturakka. Hún var bara eins og fín frú, horfði pollróleg út um gluggana og hjúfraði sig svo að mér. Nú er bara spurning hvort við getum látið þetta viðgangast og hvort þetta er hægt á langferðum.

8 athugasemdir

  1. Ég hef mestar áhyggjur af því að þú hvílist ekkert í þessum fríum þínum. Þarftu ekki að ráða þér barnfóstru með Árvini?

  2. tek undir með Dreng og Heiðrúnu…..hélt að húsbóndinn réði yfir hundinum en ekki öfugt og hann ætti að vera neðst í virðingarstiganum í fjölskyldunni….þið eruð að verða eins og heldri hjón….á húsbíl með hundinn frammí……Já hvað skyldi Skúli frændi hafa sagt !!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s