14 ára

Mynd af Hallabloggi

Inga og vinkonur hennar

Inga átti afmæli í dag. Fjórtán ára fimbulskvísa, ákaflega glaðlynd og skapgóð stúlka, góðum gáfum gædd og með frábæran húmor. Það er ótrúlegt að svona langur tími sé liðinn frá því hún fæddist á Landspítalanum undir handleiðslu MFS, þ.e. Meðganga, fæðing, sængur-lega, sem var sérstakt prógramm fyrir hraustar barnshafandi konur og gekk út að hafa rólegt og afslappað andrúmsloft í kringum fæðing-una. Ég man að við fengum huggulegt herbergi til að fæða barnið í, aðeins ein ljósmóðir var viðstödd og hún hafði annast mig alla meðgönguna, ég man að Enya emjaði lágt í græjunum, það var rökkvað í herberginu, kveikt á kertum, allt fullt af púðum og teppum og ég gat hagrætt mér í fæðingunni. Engin lyf voru notuð, aðeins glaðloft. Þetta var frábær upplifun. Þegar Óttar minn fæddist átta árum fyrr, lá ég á bakinu á skjannabjartri og kaldri sjúkrastofu, umkringd læknum og hjúkrunarfólki, stútfull af peditíni og vissi hvorki í þennan heim né annan. Það er mikilvægt að konum líði eins vel og hægt er þegar barn fæðist, í öruggu, þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Þá minnkar þörf fyrir lyf og deyfingar og reynslan verður allt önnur og ánægjulegri. En þetta var áður en heilbrigðiskerfinu á Íslandi var rústað. Nú er ég að kynnast því á nýjan leik í gegnum veikindi mömmu og það er ekki nema fyrir fílhrausta menn að glíma við það batterí. Ég óska ykkur, lesendur góðir, góðrar heilsu og langlífis.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s