Lax í dósum og 2 reynitré

Ég er að grufla í gömlum bókum. Er m.a. að lesa Íslandsferð 1862 eftir enska ferðalanginn C. W. Shepherd sem segir frá nokkurra vikna erfiðu ferðalagi frá Reykjavík til Vestfjarða snemmsumars, á þreyttum og vannærðum hestum, gist var í ísköldum kirkjum, blautu tjaldi eða skítugum torfbæjum. Þar rakst ég á frásögn af verksmiðju sem reist var á Hvítárvöllum á 19. öld og var þar framleiddur niðursoðinn lax. Nánar um þetta: „A Scot, James Ritchie, built a factory in Borgarnes in 1858 to conserve salmon. He moved it to the confluence of Rivers Hvita and Grimsa the next year. This factory employed many English and Icelandic workers for about 16 years. His endeavours reached as far as Akranes, now the largest town in the western part of the country. He used a small steamboat to transport raw materials and the products. The operation was discontinued in 1876 because of the increased competition and the export of iced salmon“ (heimild). Þetta kallar maður stórhug og dugnað í afskekktu, strjálbýlu og fátæku landi.

Mynd eftir Stefán H Kristinsson, http://images.google.com/imgres?imgurl=http://farm4.static.flickr.com/3599/3320302835_b6d16638d0.jpg%3Fv%3D0&imgrefurl=http://flickr.com/photos/8013004%40N04/3320302835/&usg=__3SCgOaA0qdhlrQIQP6CaP5swZ4Q=&h=500&w=315&sz=67&hl=is&start=6&um=1&tbnid=TMxcGXSnojPHUM:&tbnh=130&tbnw=82&prev=/images%3Fq%3Djames%2Britchie%2BIceland%26hl%3Dis%26rls%3Dcom.microsoft:*:IE-SearchBox%26rlz%3D1I7ADBR_en%26sa%3DN%26um%3D1

Hvítárvellir

 Shephard fór einnig um Norðurlandið: „Akureyri er næst stærsti kaupstaður landsins með 600 íbúum. Samt var hvergi unnt að fá kvöldmat kl. 11. … Samt er rétt að geta þess að Akureyri er líflegasti og viðfelldnasti bærinn á Íslandi, og þar er mest athafnasemi. … Sérhver ferðamaður hlýtur að dást að trjánum á Akureyri. Þau eru að vísu aðeins tvö talsins, en það eru regluleg tré með gildum stofni og greinum og um 25 fet á hæð. Þetta eru reyniviðir og standa sinn við hvort hús norðarlega í bænum.“

2 athugasemdir

  1. já þetta er merkilegt og örgglega gaman að grufla í og líka að þessu var okkur buddunum sagt frá í frábærri heimsókn að Hvítárbökkum gamla ferjustaðnum við Hvítá

  2. já þetta er merkilegt og örgglega gaman að grufla í og líka að þetta með niðursuðuna á laxi þá var okkur buddunum sagt frá þessu í frábærri heimsókn að Hvítárbökkum þar sem gamli ferjustaðurinn var við Hvítá

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s