Lady Arwen

Tvö á palli

Tvö á palli

Það er alltaf sól og sæla á fínu svölunum, ekki síst seinnipart dags þegar lygnir.  Á myndinni eru Brynjar og Arwen í rólegheitum, hún heldur sig í skugganum en hann les sér til um handriðasmíð. Nú er fundað um framtíð Arwenar, við elskum hana öll, þessi keli-og dekurrófu, en hún getur ekki verið í bíl, hvorki á ferð né meðan við t.d.skreppum í búð eða sund. Hvernig gengur það upp? Eigum við að senda hana til föðurhúsanna? Nú er hún orðin svo ljúf í taumi að m.a.s. Inga fer með hana út að ganga eins og ekkert sé, við setjum bara tauminn undir annan framfótinn og þá er hún eins og ljós, alveg ótrúleg breyting! Það er mjög gaman að fara með hana út, hún er svo falleg og skemmtileg. Maður gleymir jafnvel að skamma hana fyrir að gelta á aðra hunda, trylla kettina og urra eða gelta á vegfarendur. Hún vekur alls staðar mikla athygli fyrir fegurð og glæsileik og margir leggja lykkju á leið sína til að heilsa upp á hana þegar hún er úti að spássera eins og hefðarfrú.

6 athugasemdir

  1. Er þetta fullreynt með bílinn ? Hún er vissulega ákaflega glæsileg og falleg og hefur sína kosti blessuð. En þegar hundur er farin að stjórna því eða hamla því sem veitir manni ánægju eða hamingju, t.d. ferðast um landið í húsbíl, fara í sund og skreppa aðeins frá þá er þetta farið að snúast gegn manni. Þetta er líka hamlandi þar sem ekki má vera með hunda allstaðar, t.d. í sumarbústöðum, á ákveðnum tjaldstæðum o.fl. Þið eruð með uppkomin börn og að binda sig yfir hundi er kannski ekki sniðugt uppá það að hafa frelsi til að gera það sem mann langar til. Hvað ef þið vilduð skreppa helgarferð til útlanda ? Nú eða bústað ? Eða Káta daga ? …. ég er nú ekki mikill hundavinur og því ég segi „skila henni til föðurhúsana“ 😦 þó hún sé ÆÐISLEG og með fallegri hundum sem ég hef séð !

  2. Það er nú svo stutt síðan að þið fenguð hana Árvin árvökru, það má sjálfsagt gera ráð fyrir nokkrum mánuðum í viðbót áður en hún fer að verða hlýðin eins og tja, hundur. Er ekki málið að tala við einhvern hundahvíslara?

  3. Þetta þarfnast greinilega úrlausnar. Ég skal passa fyrir þig ef þú þarft pössun. Ég er m.a. handhafi barnfóstrunámskeiðsskírteinis sem er ekki bara lengsta orðið í íslenskri tungu heldur líka merki um ábyrgðatitil sem fæst meira að segja metinn til eininga í öllum betri menntaskólum.

  4. Ég tala af reynslu – við sáum fyrir okkur að ferðast með kvikindið þar sem hann hlypi um frjáls í haga meðan við grilluðum okkur í góða veðrinu og spókuðum okkur. Reyndin hefur orðið sú að hann hefur alltaf verið skilinn eftir heima með tilheyrandi veseni að fá pössun, ekki verið pláss í bílnum, hann óvelkominn á tjaldstæði, rollur út um allt o.s.frv. En þetta er örugglega vel framkvæmanlegt, get þó ekki gert að því að ég er svolítið sammála Gunnu í þessu máli.

  5. Já myndin af frjálsa hundinum og yndisleg en er því miður ekki raunveruleikinn, þetta er greinilega eins og mig grunaði, viðbótar streita 😦 og varla er það sem mann vantar í sumarfríinu eða heima fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s