Tilræðið

pal-isrÆgilega á ég erfitt með að skilja sjálfsmorðsárásir, að drepa sig og fjölda óbreyttra borgara í leiðinni í þágu (göfugs) málstaðar. Vissulega er tilgangur þeirra háleitur og fórnarlundin algjör. Tilræðið eftir Yasmina Khadra (not, það er dulnefni) fjallar um arabískan skurðlækni í Tel Aviv, kona hans sprengir sig í loft upp á kaffihúsi en hann hafði ekki hugmynd um að hún væri hryðjuverkamaður og berðist með Palestínu. Sagan lýsir harmi hans og hefnd sem leiðir hann á slóðir uppruna síns og það rennur upp fyrir honum að á meðan hann var að lækna sjúka og slasaða og búa um sig í öryggi og vellystingum er verið að murka lífið úr þjóð  hans. Hér sér maður stríðið milli araba og gyðinga í Ísrael í skýru ljósi.  Sagan er ágæt en alltof stutt, mér finnst vanta einhver málalok (t.d. hverfur Kim bara úr sögunni) eða kannski er það bara friður og sátt sem ég þrái? Og hvorugt er að finna á þessu svæði þar sem stríð hefur geisað í áratugi,  risaveldin kynda undir ófriðnum og græða á vopnasölunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s