Við komum í Selárdal þar sem listamaðurinn með barnshjartað, Samúel Jónsson, bjó og stundaði list sína. Verið er að endurgera hús hans við hlið rústanna af þvi gamla sem var orðið gjörónýtt. Hópur fólks vinnur þarna í sjálfboðavinnu við að komá staðnum í upprunalegt horf. Kirkjan sem Samúel reisti við hlið hússins er afar sérstök í frumstæðri fegurð sinni. Skammt frá kirkjustaðnum Selárdal eru Uppsalir þar sem Gísli blessaður bjó, annar einfari í lífinu. Það er einnig verið að gera upp hús hans. Á Uppsölum ná grasstráin manni í mitti, allt ilmar af lyngi, sól og greni, og lágir grjótgarðar hlykkjast um í undarlegu tilgangsleysi. Lífsbaráttan var hörð í Selárdal eins og víðar á síðustu öld og það snertir streng í brjóstinu að virða fyrir sér tóftir bæjarhúsa þar sem fólk átti börn og buru, bjó sér heimili við ysta haf, ræktaði sinn túnblett, gerði út bátskel og glímdi við náttúruöflin. Árið 1900 fórust fimm bátar úr sveitinni í óveðri, 24 börn urðu föðurlaus og 11 konur ekkjur.
Við erum alveg ljónheppnar með lífið Steinunn!
Held að við höfum í fyrra lífi átt 14 börn en aðeins fimm komust á legg, kallinn drukknaði í bæjarlæknum þegar hann kom fullur heim og síðan hröktumst við í vist hjá misgóðum húsbændum sem nauðguðu okkur í fjósinu að loknum 12 tíma vinnudegi og enduðum sem lúsugir niðursetningar í Neðri-Traðarkotshjáleigu í Útkjálkahreppi og vorum svo grafnar utan garðs. Þess vegna höfum við það svona gott í dag.
Já við höfum örugglega unnið fyrir þessu. Það hlýtur bara að vera!
ó mæ god !!!