Spilaborgin sem splundraðist

Blomkvist og SalanderÞá hef ég lokið við allar bækurnar þrjár í millenium-seríunni svokölluðu. Síðasta bókin, Spilaborgin sem splundraðist (á ensku: The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest eða Castles in the Sky), var hæg í gang, hún er voða mikið um SÄPO-eitthvað (sænska leyniþjónustan / öryggislögreglan sem hlerar símtöl, falsar skjöl, njósnar um og losar sig við óæskilegt fólk) en svo jókst spennan með hverri blaðsíðu (700 s), m.a.s. réttarhöldin voru hörkuspennandi. Það er þannig í þessari bók eins og miðjubókinni að Mikael og Lisbeth hittast varla en það er alveg magnað! Erika Berger fær nýjan vinkil í þessari bók, svo kemur Annika sterk inn, systir Mikaels, og fleiri persónur eru kynntar til sögu sem gaman hefði verið að fylgjast áfram með. En Stieg skrifar ekki meira í þessu lífi, nema fjórða bókin komi í leitirnar og samningar takist um höfundarréttinn. Sagan er hörkuádeila á samfélagið; spillingu, valdaklíkur, ofbeldi og tvískinnung. Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamaðurinn röski, tekur saman efni bókanna þriggja í stuttu máli, þær fjalla um ofbeldi gagnvart konum og þá karla sem standa fyrir því: „När det allt kommer omkring handlar den här storyn inte i första hand om spioner och statliga sekter utan om vanligt våld mot kvinnor och de män som gör det möjligt…“ (643).

4 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s