Hvorki fór ég í ferðalag um helgina né tók ég til hendinni í bílskúrnum. Hins vegar fékk ég góðan gest í heimsókn á laugardagskvöldið, Þorstein frænda minn, hvalveiðimann og stjórnmálafræðing. Á sunnudaginn var afmæli hjá Haraldi bónda á Laugalandi í Holtum, mági mínum, og voru móttökur höfðinglegar að vanda. Það er tómlegt heima, Inga mín er komin til Danmerkur í orlof og lætur vel af sér. Og Óttar minn í Hollandi að taka stórar ákvarðanir varðandi framtið sína. Ég hef verið að lesa helling, með tebolla og Lu-kex, dottað og látið mér líða vel.
Ef þú heldur áfram að fá svona fróða gesti þá held ég að heimili þitt hljóti að fara að kallast akademía.
nú áttu Lu-kex?
Já, meira að segja ekki útrunnið. Ertu með partí?