Mánudagur

Hvorki fór ég í ferðalag um helgina né tók ég til hendinni í bílskúrnum. Hins vegar fékk ég góðan gest í heimsókn á laugardagskvöldið, Þorstein frænda minn, hvalveiðimann og stjórnmálafræðing. Á sunnudaginn var afmæli hjá Haraldi bónda á Laugalandi í Holtum, mági mínum, og voru móttökur höfðinglegar að vanda. Það er tómlegt heima, Inga mín er komin til Danmerkur í orlof og lætur vel af sér. Og Óttar minn í Hollandi að taka stórar ákvarðanir varðandi framtið sína. Ég hef verið að lesa helling, með tebolla og Lu-kex, dottað og látið mér líða vel.

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s