Mogginn

Mogginn er möst um helgar, hann er lesinn í tætlur með kaffi og rúnnstykki. Í honum eru oft fínar greinar,  skemmtileg viðtöl og  flottar myndir. Ég hef verið viðloðandi blaðið, vann þar á auglýsingadeildinni m.a. og skrifaði fjölmiðlapistla og ritdóma árum saman. Þarna vann gott fólk gott starf. Ég var ekki sátt þegar Þröstur Helgason var rekinn, hvað þá Ólafur Stephensen og furða mig mjög á ráðningu nýrra ritstjóra blaðsins. Til hvers er fólk að læra fjölmiðlafræði í háskóla ef gamlir pólitíkusar fá feitustu djobbin í bransanum án þess að hafa nokkrar sérstakar kvalifikasjónir í þá veru? Í sunnudagsblaðinu er boðað að brátt muni sannleikurinn um bankahrunið koma í ljós í ítarlegum greinaflokki. Það minnti mig á hið gríðarlega vald sem  fjölmiðlar hafa til að búa til og stjórna veruleika fólks og ekki síður rifjaðist upp fyrir mér sovésk blaðamennska, PRAVDA, ritskoðun, sögufalsanir og áróður. Þetta leggst illa í mig.

4 athugasemdir

  1. Þú hefur lög að mæla systir góð. Segðu helv. Mogganum upp, neitaðu að skrifa í hann og farðu svo að láta til þín taka í þjóðmálunum.
    Spurning um að sleppa líka öllu brauðáti um helgar!!!

  2. Já þetta er vonda staða, sá sem þóttist verja hlutleysi fjölmiðla þegar Jón Ásgeir keypti 365 er núna ritstjóri með ljótt ár hjá Mogganum. – Mogganum var sagt upp á mínu heimili !

  3. Það er ekki hægt að lesa blað þegar maður efast um aðra hverja frétt í því. „Skyldi hann hafa ráðið þessu?“ „Er þetta nú ekki bara áróður?“ Svona svipað og þegar maður les fréttir um Jón Ásgeir í Fréttablaðinu (eða sér engar fréttir um hann).
    Mogginn hefur samt staðið sig best í menningunni enda frábærir menningarrýnar þar innanborðs, en nú finnst manni það ekki einu sinni nóg. Og ég sem vann þarna í áratylft!

  4. Það er verið að búa til bil á milli þeirra óupplýstu og svo hinna sem geta og kunna að nálgast sínar eigin fréttir. Þetta endar svo í því að hægt er að kalla seinni hópinn elítista og menntasnobbara.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s