Skuldir heimilisins

Ég skil ekki hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að leysa skuldavanda heimilanna, allavega míns heimilis. Mikilvægt skref var tekið með að færa niður skuldastöðuna og byrja upp á nýtt og tengja lánin við launavísitölu en ekki vístölu neysluverðs en hvaða djók er þetta með að lengja lánstímann þá um þrjú ár? Bara það eitt kostar mig margar milljónir eins og staðan er nú. Þetta er bjarnargreiði og hefndargjöf í einum pakka. Ég gat ekki betur heyrt á félagsmálaráðherranum fallega að illa dulinn tilgangur þessara aðgerða væri að tutla áfram mjólkurkúna sem á samtímis að strýkja með sköttum. Ég sé ekki sanngirnina í þessu. Spaugstofan var ansi beitt á laugardaginn þegar hún sýndi skuldarana sem voru rukkaðir út yfir gröf og dauða. Kannski ætti maður að ganga í flokk þeirra sem ætla í greiðsluverkfall og borga ekki neinum neitt sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

2 athugasemdir

  1. Smá misskilningur, tilboðið er verra en ég hélt. Það á ss ekki að færa niður höfuðstólinn, heldur hafa greiðslubyrðina jafnmikla og í byrjun 2008. Er þá ekki skynsamlegt að byrja að borga inn á höfuðstólinn ef maður getur eða?

  2. það á alltaf að reyna að borga niður höfuðstól ef maður mögulega getur, af honum reiknast vextirnir, – þó maður tutli ekki nema 1000-5000,- inná lánið skilar það sér síðar í lægri vöxtum og lægri afborgun……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s