Harmur englanna

Hrikalega ljót bókarkápaÉg hef verið að lesa og skrifa um Harm englanna eftir Jón Kalman. Hún er alveg frábær, full af snjó og myrkri. Set ritdóminn hér þegar hann hefur birst í Mbl. Þetta er í senn heimspekileg, pólitísk og söguleg skáldsaga sem er engu síðri en Himnaríki og helvíti sem var algjör snilld. Brugðið er upp margvíslegum myndum af íslensku þjóðlífi eins og það var fyrir um hundrað árum,  karlar eru úttaugaðir af erfiðisvinnu, sjóvolki og búandhokri, en börn, sérstaklega munaðarleysingjar, eru svelt og barin, og konur hugga, líkna og fórna:

„… því þannig hefur það alltaf verið, menn koma slæptir heim, blautir, kaldir af sjó eða engjum, hlamma sér ofan i fletin og konur draga af þeim klæðin og ganga síðan frá meðan þeir hvíla sig, þurrka fötin meðan þeir sofa, þær sofna seint en vakna á undan öllum, undirbúa og þjónusta meðan þeir hvíla sig, meðan þeir lesa, læra að skrifa, meðan þeir mennta sig og ná forskoti, vald kallar alltaf á óréttlæti og þó lífið sé hugsanlega fagurt þá er manneskjan ófullkomin…“ (249).

2 athugasemdir

  1. Mikið hlakka ég til að lesa þessa bók, – Jón Kalmann er alveg frábær höfundur, málfarið svo fallegt og myndrænt…. I Love it !!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s