Hvíti tígurinn

Rosa töff, bókin sjálf er með tígrisröndumAllmargar bækur sem koma út um þessar mundir eru úr framandi menningarheimum (t.d. Hús moskunnar, Tilræðið, DeNiro og ég, allt fínar bækur og vel þýddar). Í morgun lauk ég við Hvíta tígurinn  (Bookverðlaunin 2008), sem gerist í Indlandi, Ísak Harðarson þýðir hana úr ensku (oftast ágætlega). Stórskemmtileg saga, söguhetjan Balram fæðist í litlu þorpi sem er fast í fornum siðum, stéttaskiptingu og  barnaþrælkun, hann gerist þjónn og bílstjóri hvíts auðmanns og fer til í Delhí, brjálæðislega spilltrar og kaótískrar borgar þar sem frumskógarlögmálið ræður. Balram tilheyrir neðsta lagi samfélagsins og þarf að þola margvíslega kúgun og niðurlægingu uns hann tekur til sinna ráða. Boðskapurinn er sá að fátæktin geti af sér grimmd og ofbeldi, geri menn vonda. Balram trúir þvi staðfastlega að þegar hvíti maðurinn verður búinn að ganga frá sjálfum sér með farsímanotkun og eiturlyfjum muni tími hinna brúnu og gulu manna renna upp. Er það svo ósennileg kenning?

2 athugasemdir

  1. Já, því ekki? það er gaman að hafa indverskt þema. Sex grunaðir eftir Vikas Swarup (viltu vinna milljarð) gerist líka á Indlandi, er ekki búin að lesa hana en líst vel á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s