Tónleikar

Læknisstaðasvipurinn leynir sér ekki

Faðmast í hléinu. Læknesstaðasvipurinn leynir sér ekki

Það voru frábærir tónleikar í Salnum í kvöld undir yfirskriftinni  Tónsnillingar morgundagsins.

Sæunn Þorsteinsdóttir Skúlasonar Þorsteinssonar lék á selló og einhver hávaðaseggur á píanó (Kristinn Örn Kristinsson).  Leiknar voru sónötur og stef eftir Debussy, Beethoven o.fl. Selló er eitthvað svo smart með djúpum og seiðandi tóni og Sæunn alveg frábær, svo falleg, geislandi og gefandi og töfraði fram englatóna úr hljóðfærinu einhver veginn áreynslulaust. Svo var mjög gaman að hitta stolta foreldrana, þau Þorstein og Ólöfu, sem maður sér í mesta lagi einu sinni á ári.

4 athugasemdir

  1. … hvað koma þau ekki í jólaboðið frá Ammmeríku??? Trú ekki að þau missi af því!!
    Já, Sæunn er snillingur – maður er voða stoltur af því að eiga svona hæfileikaríka frænku.

  2. Er Þorsteinn virkilega orðinn svona gráhærður? Ég hef ekki séð manninn síðan hann var sjómaður hjá pabba ca 1980. Erum við öll að eldast?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s