Rex og pex

Mikið finnst mér sjónvarpauglýsingarnar frá Intersport eitthvað hallærislegar. Ungmenni kklæðir sig í útivistarfatnað eða hleypur á bretti í myrkri og svo allt í einu kviknar ljós og þá er eins og viðkomandi hafi brotist inn í búðina og verið staðinn að verki. Hvað á það að þýða? Er þetta einhver vísun í að þjófnaður á Íslandi sé bara töff, líka þegar maður er gripinn glóðvolgur? Og hvernig er það, er þetta ekki Útsvars-stefið sem hljómar undir þessari púkalegu auglýsingu, er því stolið líka? Svo fannst mér eitthvað verulega ógeðfellt við fréttina á baksíðu Fréttablaðsins í fyrradag um Audda og Sveppa að sæða kýr og myndin með fréttinni afar ósmekkleg. En hallærislegast og ósmekklegast af öllu er að skuldsetja lítil börn fyrir hlutabréfaláni, hirða milljónaarð af bréfunum og láta svo allt ganga til baka (nema gróðann).

2 athugasemdir

  1. Alveg er ég sammála þér, – blessað „barnalán“ hefur fengið nýja merkingu !! helst vil ég skipta um banka en það eru allir bankar gjörspilltir, ótraustir og siðlausir ! Sá ekki þessa frétt um sæðinguna……sérstakt samt ! Já Intersport auglýsingin er ömó pömó !! Það má alveg rexa og pexa því það er sannarlega þörf á í svona málum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s