Eftir Juan José Millás (2006). Hermann Stefánsson þýðir bókina, sennilega úr spænsku en það kemur ekki fram á saurblaði. Millás er þekktur spænskur rithöfundur, margverðlaunaður og viðurkenndur en ekki hef ég lesið annað eftir hann. Laura og Julio er friðsöm bók um firrtar, líflausar og hversdagslegar manneskjur en ástin deyr í tilbreytingarleysinu. Hnökralaus þýðing á íslenskunni, virðist mér, stundum eru tyrfnir og heimspekilegir kaflar sem erfitt hefur verið að þýða. Mér fannst flott sagan í sögunni um kassadömuna, fötin í fatahreinsuninni og um skuggana. Sjálfur er Julio einskonar skuggi, lifir skuggalífi í íbúð vinar síns (íbúðin er spegilmynd af íbúð þeirra Lauru), fer í föt hans og notar rakspírann hans, og njósnar um Lauru sem vill skilnað enda hefur hún þegar snúið sér annað. Raunsæið er hér í botni, fjarlægð og skilningsleysi. Alls staðar eru tvennur og skipting, andstæður; raunverulegt og gervi/plat, sbr. vinnu Julios sem felst í að búa til líkön af veruleikanum. Eftirminnileg bók, fínn ritdómur í DV hér.
DV má eiga það að þar fá ritdómarnir gott pláss, kannski hálfa síðu eða meira. Þessi bók hljómar vel og virðist pómó.