Votlendi

Votlendi

Las óvenjulega bók um daginn, Votlendi (Feuchtgebiete) eftir þýska skáldkonu, Charlotte Roche. Bjarni Jónsson þýddi, sennilega úr ensku. Þetta er hressilega hispurlaus saga, botnlaus ádeila og geðveiki, en þó er smáglóra í ruglinu. Algjörlega kynósa saga en ekki samt klám. Líkaminn til umfjöllunar, með öllum sínum opum, úrgangi og vessum og engin fjöður dregin yfir það. Er þetta femínistabók, kvenfrelsisbók? Tja það er spurning. Konur hafa verið óhreinar frá dögum Adams og Evu, þær eru undir endalausri pressu með að verða hreinar, fallegar, ungar, stæltar og kynþokkafullar, þær eiga að líta vel út og ilma vel. Sjá ágætis umfjöllun hér. Bókin er skrifuð gegn öllu hreinlætinu, sótthreinsuninni, sýklahræðslunni, dauðhreinsuninni. Tíðablóðið er mas blátt í auglýsingunum en hér lekur það um allt, til höfuðs dömubindaiðnaðinum. Hér er enginn tepruskapur, hressilegt talmál, tekið á tabúum. Hispursleysið skilar sér í þýðingunni, engin væmin orð eins og samfarir, bakhluti og sköp heldur eru hlutirnir kallaðir sínum réttu nöfnum. Bullandi gróteska, líkamsvessar, öll op í gangi! Frábært! En er söguhetjan fórnarlamb líkamsdýrkunar eða frjáls (snargeggjaður) gerandi? Hún er lítil, óörugg og einmana þrátt fyrir allt fjörið í kynlífinu og þráir innst inni sameiningu fjölskyldunnar. Gaman að þessu.

4 athugasemdir

  1. Eftir endurmenntunarnámskeið sem ég fór á í desember og fjallaði um þýskar leikbókmenntir, Goethe og Faust, er ég viss um að Bjarni, sem var með gott erindi á námskeiðinu, hefur þýtt Votlendið úr þýsku en haft kannski ensku útgáfuna til hliðsjónar. Hann þýddi td. Brennuvargana, úr þýsku sehr schön.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s