Kirkja hafsins er margverðlaunuð skáldsaga eftir Ildefonso Falcones. Ég opnaði þessa bók full fordóma (nafnið er klént) en hún kom skemmtilega á óvart. Sagan gerist á 14. öld, lénsherrarnir arðræna leiguliða sína, halda þeim í lífstíðaránauð, hirða arðinn af striti þeirra og nauðga kvenfólkinu. Feðgarnir Barnet og Arnau komast til Barcelona við illan leik og þá upphefst mikil og soldið langdregin hörmungarsaga af baráttu við óréttlætið. Það voru ekki færri illmenni á fjórtándu öld en nú, alls staðar verið að svindla, græða og svívirða. María Rán Guðjónsdóttir þýddi þennan doðrant beint úr spænsku og gerir það bara býsna vel.