Um helgina verður aðallega lesið í bókum enda þarf ég að standa skil á tveimur ritdómum og nokkrum þýðingum fyrir mánudag. Það verður smá tími gefinn fyrir gönguferð, góðan mat, tiltekt og kannski smá knús. Myndin var tekin í Heiðmörk um síðustu helgi í sól og skítakulda, við Arwen skemmtum okkur vel. Hún er mikið knúsuð, þessi elska.
Þýðingum ja? Hvað ertu að þýða?
Ekkert að þýða, þýðir ekkert. Bara lesa þýðingar þar sem ég er í dómnefnd um þýðingarverðlaunin 2009. Eigum að tilnefna fimm stykki 1. des. Það skýrir gríðarleg afköst í lestrinum undanfarið.
Hvað á þetta að þýða ???