Arwen hefur staðið sig vel á jólunum, notið félagsskaparins við familíuna og útiverunnar en hún hefur m.a. farið í Heiðmörk og Laugardalinn til að viðra sig og okkur. Endalaust matarstúss finnst henni samt doldið þreytandi þar sem hún fær bara reykinn af réttunum og svo sitt hundafóður… að vísu hafa dottið ofan í hana rjúpnalæri, strútssneið og andarbringubiti auk annarra kræsinga þegar enginn sér. En hvernig á maður að haga sér með hana á áramótunum, verður hún ekki ægilega hrædd við flugeldana, elsku litla músin?
Jú, hún verður hrædd við flugleldana, það er nánast öruggt. Sumir fá meira að segja svefntöflu hjá dýralækni svo þau sofi þennan hamagang af sér…..
Hún lét sprengingarnar lítið á sig fá, var bara yfirveguð og frekar kát. Hún var inni framan af í fanginu á mér en svo fór hún út og lék als á oddi þrátt fyrir sprengingarnar allt í kring.
Já hún stóð sig vel…greinilega ekkert dóp fyrir hana….