Ólíver

Pabbi bauð okkur afkomendum sínum og tengdabörnum á söngleikinn Ólíver í Þjóðleikhúsinu, hann gaf okkur það í jólagjöf. Það var mjög gaman. Sýningin er flott show, allir á þönum, dansandi og syngjandi. Hljómsveitin heldur uppi fjörinu. Sýningin er auðvitað fyrir börn fyrst og fremst, ógnin, háskinn og grimmdin eru milduð, persónurnar einfaldar og söguþráðurinn þynntur út. Söngtextarnir eru flottir og vel heyrast orðaskil. Góð skemmtun fyrir unga sem aldna og aldrei dauður punktur.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s