Pabbi bauð okkur afkomendum sínum og tengdabörnum á söngleikinn Ólíver í Þjóðleikhúsinu, hann gaf okkur það í jólagjöf. Það var mjög gaman. Sýningin er flott show, allir á þönum, dansandi og syngjandi. Hljómsveitin heldur uppi fjörinu. Sýningin er auðvitað fyrir börn fyrst og fremst, ógnin, háskinn og grimmdin eru milduð, persónurnar einfaldar og söguþráðurinn þynntur út. Söngtextarnir eru flottir og vel heyrast orðaskil. Góð skemmtun fyrir unga sem aldna og aldrei dauður punktur.
Börnin mín voru mjög ánægð með sýninguna, mikið rætt um söguþráðinn á leiðinni heim.