Mikið hef ég gaman af Himmleblå í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Alveg frábærir þættir, allt gerist á lítilli eyju þar sem allir þekkja alla og samfélagið þrífst aðeins ef menn eru samhentir og bera virðingu hver fyrir öðrum. Skipstjórinn Roy er eins og uppkominn Emil í Kattholti, Roland er eilífðartöffari, Brynjar kaupmaður og Britt svo mikil krútt, Marit og Kim líka. Allur tilfinningaskalinn er undir þegar ég horfi á þessa frábæru þætti og ég bíð spennt eftir næsta. Á heimasíðu þáttarins segir að 1/3 Íslendinga fylgist spenntur með þessum þáttum. Og það er víst mikið drama í lokaþættinum. Syrpa tvö er í smíðum sem betur fer.
Heilræði vikunnar er frá Heiðrúnu K: fáðu þér litla bók og skrifaðu á hverju kvöldi í hana eitthvað þrennt sem þú getur verið þakklátur fyrir þann daginn eða í lífinu yfirleitt (ekki hafa það samt allt sjálfmiðað). Og brátt verður lífið bara betra.
Þættirinir verða svo enn skemmtilegri ef maður horfir með systur sinni á þá !! Vel saddur eftir frábæra máltíð, eldaða af viðkomandi systur !!
Sammála, horfði einmitt í gærkvöld á þáttinn með systur minni, vel södd en ég þurfti að elda !
Frábærir þættir!