Að heiðra bóndadaginn er gömul og góð hefð og alveg hægt að gera sér glaðan dag án þess að hlaupa til að kaupa rándýrar gjafir eða setja allt á hvolf. Smá dagamunur er samt nauðsynlegur. Þorrinn er að byrja, nú renna upp dagar sláturs og punga og handboltinn í algleymingi, það er ekta karlatíð. Minn fær norðlenskt hangikjöt á bóndadaginn og ég luma á nokkrum laufabrauðskökum síðan um jólin sem ég ætla að splæsa í geimið. Hann þarf ekki að koma nálægt uppvaskinu. Ég verð auðvitað á peysufötum í tilefni dagsins.
áttu enn laufabrauð – þú sem ást allt mitt – ja verði ykkur að góðu!
Já lumrar á laufabrauði á þorranum…….pælið í því !! ég á að vísu eina köku og ætla að éta hana sjálf !!!
Alls eru þetta 4 kökur sem verða bornar fram með súru smjöri. Þura, auðvitað klára ég þínar áður en ég gæði mér á mínum.
Enginn súrmatur?
Ég útbjó þorraveislu, ansi vel heppnuð, vantaði þó laufabrauðið og ég saknaði þess.
Við hefðum átt að slá saman!