Hvaða kvennalið?

Ég heyrði í sjónvarpinu einhvern segja um glæstan sigur Frakka á EM í handbolta að þetta væri í fyrsta sinn í veraldarsögunni sem íþróttalið hampaði þremur titlum, þ.e. heimsmeistarar, ólympíumeistarar og evrópumeistarar allt í senn. Að vísu hefði þetta áður gerst í kvennaboltanum… ég sperrti eyrun en svo var ekki sagt neitt meir. Telst það ekki með? Veit einhver hvaða lið þetta var, hvenær og í hvaða íþróttagrein? Er þetta ekkert merkilegt nema hjá karlaliði?

4 athugasemdir

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar