Hallgrímur

Á því herrans ári 2008 kom út skáldsagan Hallgrímur, um ævi Hallgríms Péturssonar, eftir Úlfar Þormóðsson. Ég varð strax heilluð af flottri bókarkápu en komst ekki í að lesa hana fyrr en á dögunum. Í verkinu er þeim Brynjólfi Sveinssyni og Hallgrími stillt upp sem vinum og fóstbræðrum á tímum galdrafárs, hjátrúar, harðra dóma og sárrar fátæktar. Brynjólfur safnar skáldskap og handritum, hann er kennimaður, trú hans er staðföst og honum er annt um heiður sinn og starfsframa. Ólík eru kjör þeirra Hallgríms og skoðanir en vinátta þeirra nær út yfir gröf og dauða. Guðríður Símonardóttir, Tyrkja-Gudda,  er heillandi kona, fögur, lífsreynd og dularfull ræktar hún rabarbara við bæjarvegginn og aðstoðar nágrannakonur í barnsnauð, hún er 15 árum eldri en hinn stóri og dökki Hallgrímur. Hann er efasemdarmaður fram í rauðan dauðann, andríkt skáld, lífið leikur hann býsna grátt og hefði leikið hann öllu verr hefði Brynjólfs ekki notið við. Þetta er stórfín skáldsaga, líkt og bæði Rauð mold og Hrapandi jörð, sem fjalla um Tyrkjaránið. Þessi verk Úlfars Þormóðssonar hafa ekki notið nægrar athygli og hylli. Hann skrifar um heillandi tíma og sögulega atburði af þekkingu og innsæi, flottur stíll, leikræn samtöl, flott umgjörð,  mikið drama.

2 athugasemdir

  1. Verð að viðurkenna það að ég hef barasta aldrei lesið neitt eftir þennan Úlfar. Þarna er greinilega gat sem ég þarf að stoppa í…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s