Seinkum klukkunni

Ég styð þá hugmynd að klukkunni verði seinkað til samræmis við tímatal siðaðra þjóða. Það er fáránlegur óþarfi að rífa sig upp og draga börnin fram úr volgu bólinu eldsnemma morguns og æða í flýti og stressi út í myrkur, snjó og kulda. Það er kappnóg að mæta kl 9 á morgnana, nýta bara tímann betur í vinnunni.  Í leiðinni vil ég stytta vinnutímann  og opnunartíma verslana þannig að allir séu komnir heim í ró, samveru og öryggi milli fjögur og fimm á daginn. Lifum í birtunni, ljósinu og njótum tómstundanna.

5 athugasemdir

  1. sammála systi góð ! þessir opnunartímar í Reykjavík eru auðvitað bara rugl og fer beint út í verðlagið….maður venst því að kaupa inn á styttri opnunartímum hér í sveitinni og höfum við ekki liðið alvarlegan skort á einu né neinu sem máli skiptir.

  2. Hjartanlega sammála öllum ræðumönnum. Eru Kringluferðir um helgar ekki orðnir að tómstundum margra íslendinga? Náttúrulega bara bull.

  3. Hæ!
    Seinka klukkunni er löngu tímabært. En maður þarf ekki að fara í Kringluna um helgar og kvöldin frekar en maður vill. Er þaggi? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s