Fögur fyrirheit

Nú er vorhugur í mér. Ég skráði mig á 6 vikna átaksnámskeið í Hreyfingu í dag. Ætla að vera dugleg að mæta og púla, styrkja mig og liðka. En get ég látið sjá mig í teygðum kvennahlaupsbol og í útvíðum leikfimibuxum sem er orðnar snjáðar á rassinum? Og íþróttaskóm með málningarslettum? Nei, nú verður farið á stúfana og úrvalið í sportfatnaði kannað. Ber ekki dressið mann a.m.k. hálfa leið?

3 athugasemdir

  1. hugsa að hugurinn beri mann „alla“ leið í þessum málum og dressið skipti ekki máli !!!! Þú ert velkomin í sveitina þar sem hægt er að hlaupa um mýrar og móa alveg ókeypis í hvaða dressi sem er !!

  2. Líst vel á þig -og búningurinn verður að vera í lagi – gangi þér vel en passaðu þig á að láta ekki Hreyfingua taka af Kredit-kortinu þínu fram á sumar : )

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s