Spínatdrykkur
1 lúka frosið spínat, 1/2-1 banani, 2-3 msk frosin ber, 6-8 bitar ávextir (frosnir eða ferskir, ég notaði frosna mangó- og papayabita sem fást í handhægum pokum í Kosti og nokkra niðursoðna ananasbita frá því í gær), smá múslí og ca hálft glas af köldu vatni. Allt sett í mixer og sötrað á eftir lýsinu.
Þegar spínat er farið að láta á sjá í ísskápnum og dugar ekki lengur í salatið er gott sparnaðar- og húsráð að setja það í nokkra litla poka inn í frysti og nota það svo útí drykki og súpur. Ég er bara nýbúin að átta mig á að það er hægt að frysta spínat.
Þetta drakk ég kl. 8 í morgun og bragðaðist vel, var ekki enn orðin svöng kl. 12.15. Ég hyggst taka smá breik á AB-mjólk og múslí sem ég hef nú borðað á hverjum morgni í mörg ár. Hafragrautur verður svo til hátíðabrigða, með granólamúslí útá, það er ótrúlega gott!
Hljómar alveg gríðarlega hollt! Er að hugsa um að benda Fréttablaðinu á þig, þeir eru alltaf að spyrja fólk útí morgunmatinn og þetta slær allt út…
hljómar vel en er hann ekki ljótur ?
Jú, minnti mest á astraltertugubb.