Heilsan fer hægt batnandi. Nú hef ég þegar misst af tveimur öflugum leikfimitímum í átakinu mikla í Hreyfingu. Í fyrsta tímanum var ég vigtuð og fitumæld og í ljós kom að ég er of feit! Aukaholdið framan á maganum sem hafði smátt og smátt sallast á mig í góðærinu mældist 29 en á að vera 27. Svo nú verður tekið á því með stífum æfingum, stefnt á stinnan maga, í nýju puma-leikfimibuxunum sem eru æðislegar.
Meðan ég hef legið í kvefpestinni safnaði ég saman nokkrum myndum sem Brynjar tók og raðaði þeim inn í ferðasögu sl. sumars sem öllum sem áhuga hafa er velkomið að glugga í (Ferðasögur). Þar segir af sólríkri húsbílareisu um Vestfirði og Snæfellsnes sl. sumar með hund og myndavél.
Sæl frænka. Ég prufaði grautargrjónin í gær sem þú talaðir um hérna á blogginu, grauturinn var unaðslegur! Mun bara kaupa rándýr grautargrjón héðan í frá.
Kv. Þórdís fræ
Það líst mér vel á! Kannski ég taki upp sérstakt Matarhorn hér á síðunni…
Síst ertu of feit systir…..þetta er nú meira bullið segi ég satt !!! En ég hef alveg misst af þessum graut….get ég fengið uppskrift !!
Smelltu á Flokkar, uppskriftir!