Draumalandið

Ég ætla rétt að vona að kvikmynd Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs, Draumalandið, sé reglulega sýnd í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Þar sést skýrt og greinilega að íslenskir stjórnmálamenn hafa verið og eru enn gráðugir og heimskir og að þeim er skítsama um land og þjóð. Að sjá forsetann, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerði  Sverrisdóttur selja erlendum auðhringum og þungaiðnaði landið án þess að depla auga, það er hrikalegt. Sjá afleiðingar virkjunarinnar á Austurlandi á land og gróður, fólk og dýralíf er hrikalegt. Sjá glæpi, mútur og eyðileggingu Alcoa um heim allan, t.d. í Ástralíu er hrikalegt. Það er úthugsað hvernig fólki er talin trú um að hagvöxtur, þróun, framfarir, tækifæri og uppbygging fylgi álveri. Þjóðinni ber heilög skylda til að spyrna við fótum, láta ekki glepjast heldur varðveita náttúru Íslands, ekki bara okkar vegna heldur heimsins alls.

6 athugasemdir

  1. Sá hana ekki í kvöld heldur í bíói í denn. Alveg mögnuð mynd sem hafði ekki síður áhrif á mann en bókin.

  2. hmmm… ekki viss um að myndin fáist sýnd í grunnskólanum hjá frændum mínum á Reyðarfirði.
    Annars kom þessi mynd mér verulega á óvart, bæði hvað varðar innihald og útlit. Mér fannst bókin reyndar léleg en myndin var sannfærandi og aulahrollurinn nánast samfelldur alla myndina, þegar fólkið sem þú nefnir virtist leiksoppur afla sem það skildi ekki. Ljótt er ef satt er. Erum við virkilega svona vitlaus?
    En (það er alltaf „en“) menn skyldu þó alltaf taka svona myndum með varúð. Þó að boðskapurinn væri sannfærandi eru víst alltaf að minnsta kosti tvær hliðar á öllum málum, yfirleitt miklu fleiri. Mér dettur t.d. ekki hug að líta á myndir Michael Moore sem hinn stóra sannleik í þeim málum sem þar eru tekin fyrir.
    En núna er þetta orðið alltof langt og sannast þá hið fornkveðna: Menn ættu að verja eins litlum tíma og mögulegt er í að ræða það sem þeir hafa ekki hundsvit á og ekki greind til að skilja.

  3. Jú, menn eiga einmitt að ræða það sem þeir ekki hafa hundsvit á og skilja ekkert í,til þess að geta vitað eitthvað og skilið.

  4. Ég vona að myndin sé áfram sýnd í framhaldsskólum landsins – þar sem fók er farið að mynda sér róttækar skoðanir sem það situr uppi með alla ævi – sem er reyndar bara af hinu góða – ég var alla vegnanna miklu róttækari á námsárum mínum í MA en ég er í dag. Myndin var mögnuð og mér var illt í hjartanu – voðalegir hálvitar sem við erum – segi ekki meir! Valgerður Bjarna hlýtur að fara huldu höfði – guð minn góður hvað hún var kjánaleg eða þá Geir H Haarde – var þeta kannski bara skets úr áramótaskaupinu?

  5. Mig langar að benda á, í ljósi ummæla karlkyns fyrrverandi blaðamanns Morgunblaðsins að einungis á tveimur stöðum í veröldinni hef ég orðið var við að fólk taki Michael Moore sérstaklega alvarlega. Á Fox og á Morgunblaðinu.

    Eitt sinn heimsótti ég höfuðstöðvar blaðsins með vini mínum sem þá starfaði þar. Þar sauð á öllum vegna þess að Michael Moore var búinn að gefa út mynd sem lét George W. Bush líta illa út, og eins og allir vita þá eru tvær hliðar á öllum málum og Morgunblaðið reynir alltaf að halda þeirri réttu á lofti.

    Sjálfum fannst mér þessi mynd Moores nokkuð góð en ekki vakti hún eins sterkar tilfinningar hjá mér og hjá starfsmönnum Moggans sem kepptust við að finna honum og myndinni allt til foráttu. Mörg af þeim ljótustu orðum sem ég hef heyrt hljómuðu þarna.

    Þess má svo líka til gamans geta að allskyns óhugnalegir atburðir gerðust á sama tíma og gott ef ekki voru að deyja börn út um víðan völl; m.a. vegna títt nefnds Bush. En leiðarar og pistlar áttu sko ekki að fjalla um það næstu vikurnar. Heldur þá skrumskælingu á heimildarmyndum sem Moore dirfðist að bjóða til sölu í kvikmyndahúsum.

    Já það eru tvær hliðar á öllum málum, en önnur er alltaf ívið vitlausari.

  6. bíddu er þessi umræða er komin út í stefnu Morgunblaðsins fyrr og síðar… ??

    Mín persónulega skoðun er sú að við þurfum að VIRKJA á Íslandi til að nýta eitthvað af þessari orku sem við eigum en þurfum að fara mjög skynsamlega í því og gæta hófs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s