Kjúlli Kristjáns Jóhannssonar

Ein afar einföld, holl og góð uppskrift sem ég  rakst á í Fréttablaðinu 29. jan.sl. og prófaði óðara:

3-4  kjúklingabringur, smjör, ólífuolía, 1 sítróna, salt og (sítrónu)pipar.

Bringur skornar í þunnar sneiðar (flattar út) og slegnar létt niður svo þær verði þunnar. Kryddaðar og steiktar á pönnu úr samblandi af smjöri og olíu. Þegar bringurnar eru fullsteiktar er meira smjöri skellt á pönnna og þegar það er bráðið á að kreista yfir safa úr einni sítrónu: „ed ecco tutto é pronto!“ segir Kristján. Sítrónan gefur frábært bragð og gyllir kjúklingabringurnar og sítrónusmjörsósan sem verður til er dásamleg. Borið fram með hrísgrjónum og því sem vill. Ég prófaði þessa í sumarbústað um daginn og uppskar einróma lof.

3 athugasemdir

  1. Inga ætlar að elda þennan rétt í vali í heimilisfræði í dag. Hún gerði pizzu í gær og er orðin hin húsmóðurlegasta

  2. Ég prófaði þennan rétt í gær og hann var rosa góður. Ég myndi segja að ég væri líka orðin hin húsmóðurlegasta 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s