Gauragangur

Það var mikið rokk og ról á Gauragangi í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýningin ber nafn með rentu, leikritið fjallar um strákagaura fyrst og fremst, aðallega hið önuga og uppreisnargjarna ungskáld Orm Óðinsson. Guðjón D. Karlsson leikur Orm og gerir það bara fantavel. Lögin eru grípandi og skemmtileg og vel flutt, söngurinn flottur (Guðjón er fínn söngvari og Valgerður algjör díva), dansarnir líka og sviðsmyndin er smart, grafíkin á tjaldi innst á sviðinu kom mjög vel út.  Leikararnir stóðu sig almennt mhög vel. Ég fattaði ekki alveg yngstu systur Orms sem var algjört krútt en átti hún að vera smábarn eða var hún þroskaheft? Sigrún Edda var ægilega tilgerðarleg, eins og hún er nú góð leikkona yfirleitt. Kennararnir voru frábærir, Bergur Þór fór algerlega á kostum. Karakterarnir eru grunnir, dregnir einföldum dráttum og boðskapurinn ekki sérlega djúpur en svoleiðis eru söngleikir og það er bara gaman. Nokkur atriði hefði að ósekju mátt stytta eða sleppa þar sem sýningin er fulllöng (kl 20 til 23). Það mátti heyra saumnál detta í salnum sem var troðinn unglingum úr grunn- og framhaldsskólum landsins en síðan brutust út mikil fagnaðarlæti í sýningarlok. Gauragangur er flott fjölskyldusýning, stuð og stemning.

3 athugasemdir

  1. Sammála með lengdina, var farin að sjá í hvað stefndi eftir rúmlega var tvo tíma var fornbókasalinn enn lifandi og ég farin að bíða eftir að hann gæfi upp öndina svo hreyfing kæmist á hlutina…
    En mikið stuð og lagið Á ég að elskann eða á ég ekki syngur í höfðinu á mér!

  2. ja dálítið langt og ég er sammála með systurina – ég fór einitt að tala um að hún hefði verið þroskahefst en sonurinn sem nýverið var með bókin á náttborðinu sínu sagði að hún væri bara smábarn…. en nota bene bókin var BARA á náttborðinu hans svo hann er kannski ekki alveg með þetta á hreinu. Sigrún Edda ver ægilega klemmd eitthvað og mér fannst örla á Bólu!!!! Ég verð að viðurkenna að Gói kom mér verulega á óvart – hélt að enginn gæti toppa Ingvar E Sigurðs en er sammála systur, hann gerði þetta fantavel. Þröstur Leó var óeðlilega sannfærandi.
    En mikið fjör og mikið gaman.
    Ég er sammála Lindu – ég vildi hafa þjón og kokk!!

  3. Ég skemmti mér konunglega á æfingu í síðustu viku. Gói er frábær í þessu hlutverki. Mér finnst Sigrún Edda bara alltaf vera Bóla. Sá Fjölskylduna um daginn og þar örlaði líka á Bólu… Og ég hélt að litla systirin ætti að vera þroskaheft!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s