Við erum með vikulanga ókeypis kynningaráskrift að Stöð 2 og duttum þess vegna inn á Loga í beinni á föstudagskvöldið. Þar var Benedikt Erlingsson í heimsókn ásamt fleirum og var alveg frábær eins og hans er von og vísa. Hann var ómyrkur í máli þegar hann dissaði algjörlega þennan furðu vinsæla sjónvarpsþátt. Hann sagði blátt áfram við þáttastjórnandann að hann væri ósköp þægilegur og hlýðinn, tæki ekki á neinu sem skipti máli eða væri óþægilegt, að hann talaði bara um yfirborðslega hluti, voða stutt við hvern viðmælanda og skipti svo strax um umræðuefni ef talið bærist að einhverju vitrænu. Svo skvetti hann úr vatnsglasinu framan í Loga. Er hægt að fá fleiri svona sjarmerandi, fyndna, hreinskilna og hugumstóra menn í fjölmiðla eins og Benedikt?
Gott hjá honum !!
Benedikt er æði
Haha, er þetta satt? Magnað.
Hljómar vel!