Mangóís

Nú er 6 vikna átakið í Hreyfingu búið og antisportistinn búinn að kaupa 6 vikur í viðbót. Enda orðin svo löguleg og liðug og búin að ná af mér tilætluðum 2 cm. Ísskápurinn okkar gaf upp öndina í gær og til að bjarga rjómaslettu og þroskuðu mangói frá eyðileggingu prófaði ég að gera mangóís eftir uppskrift sem ég fann á netinu. Ég átti ekki sítrónusafa sem gert er ráð fyrir í uppskriftinni en notaði smá steyttan rósapipar, mér finnst það mætti vera meiri rjómi og minni mjólk (skítt með alla centimetra), en hér er uppskriftin:

 
1  þroskað mangó, flysjað og steinhreinsað, skorið í bita
90g (hrá)sykur
2 matskeiðar hunang
2 matskeiðar sítrónusafi
50ml rjómi (má vera meiri rjómi)
200ml nýmjólk
1 eggjarauða

Maukið mangóið saman við sítrónusafann, sykurinn, hunangið, mjólkina og eggjarauðuna. Hrærið rjómanum saman við. Passið vel að allt sé vel blandað saman. Fryst (tekur 3-4 klst að frjósa). Það þyrfti að vera einhver góð sósa með þessu, einhver?

Mangóísinn gerði góða lukku

4 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s