Um síðustu helgi var árshátíð hins virta leshrings, ringo.15 sem er „blandaður leshringur karla og kvenna“ sem hefur starfað síðan á 10. áratug síðustu aldar. Þemað var franskt: bók kvöldsins var Hlutirnir eftir Georges Perec; svo var lax í hvítvínslegi, dýrindis lauksúpa, eplasorbet, grænt salat, ostar, beinlausir fuglar og súkkulaði-mousse. Og eðalvín með hverjum rétti. Veisla ársins! Hér sést Hulda handleika Pegasus, hinn vængjaða skáldfák Medúsu.
Ég er með böggum hildar yfir því hversu sláandi lík menntagyðjan og hnötturinn við fætur Pegasusar virðast;-)
bara snilld !