Ummyndanir

„Dagur mun koma að kveldi og Föbus mun baða lafmóða fáka sína í sjávardjúpunum,  áður en ég fái upp talið allt það sem hefur tekið á sig nýja mynd“ (418) segir Óvíd í Ummyndunum en Kristján Árnason fékk þýðingarverðlaunin 2009  i dag. Þau voru afhent á Gljúfrasteini og þar með lauk störfum dómnefndarinnar.

Þýðing Kristjáns er bæði stórvirki og menningarviðburður, svipað og Shakespeare, 1001 nótt og Biblían. Kristján býr yfir miklum orðaforða, skáldgáfu, innsæi og þekkingu á myndmáli og stíl sem birtist vel í þýðingu hans. Hún er afar læsileg og aðgengileg, það er hægt að grípa niður hvar sem er og sökkva sér ofan  í sögur af örlagaglettum hinna fornu guða. Alls staðar eru dæmi um útsjónarsemi og næmi þýðandans fyrir blæbrigðum tungumálsins, bæði frummáls og þýðingar. Af  handahófi má nefna endalok hins sjálfhverfa unglings, Narkissusar, sem málgefna dísin Ekkó elti á röndum:

„En er Narkissus sá þetta í vatninu, sem var nú aftur orðið slétt sem spegill, þá var honum öllum lokið, og svo sem hið gula vax bráðnar af léttum eldi og klaki leysist upp af yl sólarinnar, þannig bráðnaði hann af ást og tærðist upp smám saman af innibyrgðum eldi. Þá hvarf roðinn af björtu hörundi hans, honum þvarr máttur og megin, og fegurð hans bliknaði, sá líkami sem Ekkó hafði unnað svo mjög varð ekki nema svipur hjá sjón“ (106-7).

Kristján hefur með þýðingu sinn á Ummyndunum fært nútímalesendum fornklassískan sagnaheim á gullaldaríslensku eða eins og þeir Óvíd orða það (432): Hann hefur lokið „verki sem hvorki bræði Júpíters né eldur né járn né tönn tímans munu fá grandað.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s