Grand Hótel

Flatskjárinn á hótelherberginu

Við unnum gjafakort á Grand Hótel í vísnagátusamkeppni (með góðri hjálp frá pabba). Vorum þar síðastliðna nótt í góðu yfirlæti, rosalega flott herbergi og æðislegt útsýni af 12. hæð. Veitingastaðurinn á hótelinu er hins vegar frekar púkalegur en ég fékk þó alveg  frábæran saltfiskrétt. Desertinn var alveg glataður, ég held satt að segja að hann hafi bara verið úr pakka. Það er voða gaman að gista á 4ra stjörnu hóteli í Reykjavík, með ferðatösku, sléttujárn, bók að lesa og föt til skiptanna, bara eins og að vera í útlöndum og þangað er maður víst ekkert að fara í kreppunni. Gleypti í mig i Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, mjög spennandi.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s