Þessi söngvari minnir mig doldið á dómsmálaráðherrann í Forbrydelsen. Mögnuð þáttaröð, skemmtilegir karakterar og rosaspenna. Síðasti þátturinn er á morgun og spennan er gríðarleg. Síðast var gefið í skyn að Bilal væri morðinginn en hann er ekki einn að verki…
frábærir þættir, – eitthvað annað en bandarísku þættirnir sem eru allir frekar fyrirsjáanlegir og þunnir.
Svo var það Strange eftir allt saman. Mig grunaði hann strax og Raben kallaði hann Perk. En Lund var svo skotin í honum að hún sá ekki skýrt, raðaði ekki rétt saman, sá hann ekki í réttu ljósi, ekki fyrsta konan sem lendir í því…! Og svo gafst Buch upp, það var mesta svekkelsið. Já, snilldarþættir. Vonandi fáum við svo nýja Sommer-syrpu í haust.
Já, og svo allt þaggað niður á hæstu stöðum og Lund sjálfsagt send út í hafsauga á ný. En getur maður litið Strange-leikararann réttu auga eftir þetta? Reynist ekki læknirinn í Sommer vera súrrandi morðóður eftir allt saman?