Emma

Í kvöld var síðasti þátturinn af Emmu, BBC-sjónvarpsþætti sem er byggður á samnefndri sögu Jane Austen (1775-1817). Stórskemmtilegir þættir þar sem lífið snýst um útsaum, te og samlokur, heimsóknir og samræður, ástir og hjónaband. Ægilega góðir og fallegir leikarar (Herra Kingsley er Eli Stone), sérstaklega var Emma heillandi (Romola Garai). Fæ aldrei nóg af svona kjólamyndum með glæstum  herragörðum, gosbrunnum og vandlega klipptu hekki, þjónustufólki og hestvögnum. Ég var örugglega hefðarfrú í fyrra lífi.

8 athugasemdir

  1. … ekki ég heldur – elska svona rómantík og kjóla, samt hef ég misst af þessum þáttum – þeir eru á miðjum matartíma – það er alltaf svo mikið að gera í mötuneytinu mínu á þessum tíma…

  2. já voða krúttlegir þættir, – Jóhönnu fannst svo gaman að hlusta á þá !!Fannst málið svo skrítið 🙂 Svona þytur í satíni og undirpilsum á sinn sjarma og sennilega er þetta „flassbakk“ til ástarsagnana sem maður las í denn 🙂

  3. Er með allar heimsins stöðvar þar á meðal 6 FÓTBOLTARÁSIR sem er sennilega skýringin á því að ég fylgdist ekki með þessum gæðaþáttum. Þarf sennilega að fjárfesta í myrkvunargardínum fyrir stofuna meðan HM æðið tröllríður öllu, nema sólin ákveði að láta ekkert sjá sig líkt og í fyrrasumar..
    Það er nú samt voða gott veður núna og síðan má bæta því við að ég varð amma í nótt – móálóttt folald skoppar nú um grundirnar grænu undir Brekknafjallinu:)

Færðu inn athugasemd við steinunninga Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s