Svalaveggur # 7

Búið að loka gatinu

Frú Sigríður tekur verkið út með vinnumönnunum

Þá er smíði skjólveggsins mikla lokið (reyndar á eftir að setja stál-/álhatt ofan á, bæði upp á lúkkið og til að styrkja böndin). Síðasta spýtan skrúfuð í undir kvöld, smiðshöggið hefur verið rekið. Nú vantar ekkert – nema góða veðrið.

12 athugasemdir

  1. rosa flott og til hamingju, ekki tók þetta nú langan tíma…..það er alltaf erfiðast að koma sér að verkinu 🙂

  2. Til hamingju með vegginn góða. Góða veðrið er að vísu hjá okkur þessa dagana en ef þú sendir inn umsókn í þríriti gætum við kannski lánað það í 1-2 daga..

  3. Þið megið sko alveg hafa góða veðrið, það er hvergi fallegra og betra að vera en á Þórshöfn á Langanesi í sól og blíðu, fjörðurinn blikar við sól, höfnin lygn og slorlykt í lofti, húsmæður að reyta arfa, kallar að dytta að húsum eða trillum, krakkar að veiða hornsíli í Hafnarlæknum, háma í sig hakkís eða baða sig í Fossá. Kettir og kellingar liggja í sólbaði undir suðurvegg og fiskiflugur suða í gluggunum. Bara dásamlegt.

  4. Það verður ekki gefið eftir. Fyrst er partí hjá Þórdísi og Einari, svo útilegan og þá svalageimið. Þemað verður auglýst síðar.

  5. Sæl ráðsetta ráðskona, ´þú situr ekki auðum höndum fremur en endranær, en í tilefni dagsins spyr ég, „svalaveggsins – svalaveggjarins“.
    Kveðja úr Reykjadal norður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s