Þá er smíði skjólveggsins mikla lokið (reyndar á eftir að setja stál-/álhatt ofan á, bæði upp á lúkkið og til að styrkja böndin). Síðasta spýtan skrúfuð í undir kvöld, smiðshöggið hefur verið rekið. Nú vantar ekkert – nema góða veðrið.
Þá er smíði skjólveggsins mikla lokið (reyndar á eftir að setja stál-/álhatt ofan á, bæði upp á lúkkið og til að styrkja böndin). Síðasta spýtan skrúfuð í undir kvöld, smiðshöggið hefur verið rekið. Nú vantar ekkert – nema góða veðrið.
rosa flott og til hamingju, ekki tók þetta nú langan tíma…..það er alltaf erfiðast að koma sér að verkinu 🙂
Þetta tók tvo menn 41 klukkutíma (tæpa viku, eftir vinnu) og kostaði á þriðja hundrað þúsund…
Glæsilegt, nú fer sólin að láta sjá sig!
Dásamlegt!
voða voða flott
Til hamingju með vegginn góða. Góða veðrið er að vísu hjá okkur þessa dagana en ef þú sendir inn umsókn í þríriti gætum við kannski lánað það í 1-2 daga..
Þið megið sko alveg hafa góða veðrið, það er hvergi fallegra og betra að vera en á Þórshöfn á Langanesi í sól og blíðu, fjörðurinn blikar við sól, höfnin lygn og slorlykt í lofti, húsmæður að reyta arfa, kallar að dytta að húsum eða trillum, krakkar að veiða hornsíli í Hafnarlæknum, háma í sig hakkís eða baða sig í Fossá. Kettir og kellingar liggja í sólbaði undir suðurvegg og fiskiflugur suða í gluggunum. Bara dásamlegt.
Glæsilegt! Nú bíður ættin eftir boði í svalapartý…
Það verður ekki gefið eftir. Fyrst er partí hjá Þórdísi og Einari, svo útilegan og þá svalageimið. Þemað verður auglýst síðar.
jú jú það vantar „letigarð“…sjá : http://www.letigardar.net/index_files/Page277.htm
Sæl ráðsetta ráðskona, ´þú situr ekki auðum höndum fremur en endranær, en í tilefni dagsins spyr ég, „svalaveggsins – svalaveggjarins“.
Kveðja úr Reykjadal norður
Veggjarins auðvitað. Það er ekki að spyrja að óskeikulli málkennd þinni og þingeyskum framburði.